Hluthafafundir - leiðbeiningar

Hluthafafundir eru mikilvægur hluti af starfsemi hlutafélaga á Íslandi. Á hluthafaskra.is getur þú skráð fundi, sent fundarboð og vistað fundargerðir rafrænt. Hér finnur þú skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig á að halda utan um hluthafafundi.

1. Yfirlit yfir hluthafafundi

Í kerfinu er einfalt að fá yfirlit yfir alla hluthafafundi sem hafa verið skráðir fyrir fyrirtækið.

Yfirlit yfir hluthafafundi á hluthafaskra.is

2. Stofna nýjan hluthafafund

Til þess að skrá nýjan fund skal velja Hluthafafundir í valmyndinni og smella á Stofna fund. Þá þarf að slá inn fundarlýsingu og heiti fundar.

Stofna nýjan hluthafafund á hluthafaskra.is

3. Senda fundarboð til hluthafa

Samkvæmt lögum eru þeir sem halda fundi skyldugir til að senda fundarboð á alla hluthafa. Í gegnum hluthafaskra.is er hægt að senda fundarboð rafrænt til allra skráðra hluthafa.

Senda fundarboð á hluthafa rafrænt

4. Skrá fundargerð

Að fundi loknum skal fundarstjóri skrá fundargerð. Á hluthafaskrá er hægt að skrá frjálsan texta eða hlaða upp skjali með fundargerðinni. Allir hluthafar hafa síðan aðgang að fundargerðinni í gegnum kerfið.

Skrá fundargerð eftir hluthafafund

5. Frekari upplýsingar

Ef þú vilt lesa nánar um reglur, framkvæmd og skyldur tengdar hluthafafundum getur þú skoðað ítarlegar leiðbeiningar á tengdum vef.

Skoða nánar um hluthafafundi

Algengar spurningar

Hverjir mega sækja hluthafafundi?

Allir skráðir hluthafar eiga rétt á að sækja hluthafafundi.

Er fundargerð skylda?

Já, fundargerð er lögbundin og skal hún vera aðgengileg öllum hluthöfum eftir fund.

Má senda fundarboð rafrænt?

Já, í gegnum hluthafaskra.is er hægt að senda fundarboð rafrænt til allra hluthafa.

Hvenær skal senda fundarboð?

Skv. 88.gr. hluthafalaga skal boða til hluthafafundar lengst fjórum vikum fyrir fund og, sé ekki mælt fyrir um lengri frest í félagssamþykktum, skemmst [viku fyrir fund (tveimur vikum fyrir aðalfund)].