Hluthafaskrá fyrir áreiðanleikakannanir
Hvíla á þér skyldur um
aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Hluthafaskrá býður upp á öfluga lausn sem aðstoðar þig við að framkvæma áreiðanleikakönnun á einfaldan og öruggan hátt.
Skoða áskriftarleiðir
board
lockedphone
KYC: „Know your customer“

Þekktu þinn viðskiptavin

KYC kerfið eða Áreiðanleikakannanir í Hluthafaskrá er ætlað til utanumhalds og framkvæmdar áreiðanleikakannana og stenst þau lög sem tilkynningaskyldir aðilar falla undir um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Kerfið gerir notendum kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á einfaldan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum, lögaðilum og einstaklingum.

Góð yfirsýn

Haldið er utanum alla viðskiptavini á einum stað og sjálfvirk áminning send þegar tími er kominn á nýja könnun. Allar aðgerðir eru skráðar og aðgengilegar gagnvart eftirlitsaðilum.

Opinber skráning sótt

KYC skýrsla er sótt úr Hlutafélagaskrá [til RSK] með gildandi skráningu og raunverulegum eigendum. Hægt er að sækja KYC skýrslu fyrir hvern lögaðila eða marga í einu.

Aðilar sanni á sér deili

Tengiliður er skráður en sá þarf að hafa heimild til að koma fram fyrir hönd lögaðila. Þá er valkvætt að senda beiðni á aðra prókúruhafa lögaðila sem skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Áreiðanleikakönnun send

Áreiðanleikakönnun er send út á skráðan tengilið. Tölvupóstur er sendur út í nafni tilkynningarskylds aðila með hlekk á könnun. Tengiliður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og svarar spurningalista.

Sjálfvirk PEP uppfletting

Sjálfkrafa PEP uppfletting um stjórnmálaleg tengsl virkjast þegar svör við áreiðanleikakönnun eru móttekin. Uppfletting fer fram á tengilið og raunverulegum eigenda ef um lögaðila er að ræða.

Áhættumat skráð

Áhættumat er skráð handvirkt eða sjálfvirkt með litakóða ásamt athugasemdum þegar öll gögn liggja fyrir, fyrir hvern viðskiptavin eða marga í einu. Hægt er að hlaða upp allt að 5 skjölum við niðurstöður könnunar.

KYC-image
KYC-image
KYC-image
Hafðu samband

Fá kynningu á KYC kerfi

Hafðu samband til að fá kynningu á Áreiðanleikakönnunum og læra að nýta alla kosti KYC kerfisins.

Fyrirspurn móttekin

Verðskrá KYC kerfisins
Mánaðargjald
4.990 kr.
Áskrift að Keldan.is er innifalin.
Framkvæmd áreiðanleikakönnun á lögaðilum + PEP uppfletting
1.190 kr.
Framkvæmd áreiðanleikakönnun á einstaklingum + PEP uppfletting
590 kr.
Uppfletting í alþjóðlegum listum
195 kr.
Athugið, verðin eru án VSK.
quotes
Umsagnir viðskiptavina
Hluthafaskrá hefur reynst okkur afar vel við framkvæmd og utanumhald áreiðanleikakannana. Kerfið er mjög einfalt í notkun og veitir okkur mikilvæga yfirsýn á viðskiptavinum okkar eins og lög mæla fyrir um.
Reynir
Reynir Þór Valgarðsson
Viðskiptafræðingur M.Sc hjá Reykjavík skattskil ehf.
;
Meðal viðskiptavina
fastland reykjavik_skattskil skattur_bokhald advant endurskodun_vsk fjarhusid_spekt endurskodun_reikningshald
Hluthafaskrá einfaldar Þjónustuaðilum lífið
Framkvæmd áreiðanleikakannana og góð yfirsýn á viðskiptavinum í samræmi við gildandi lög
Bóka kynningu